Hugulsamleg atriði sem heilla gesti
Aðalatriði
Finndu leiðir til að komast á næsta stig með þægindin þín
Umhyggjusamar móttökur, eins og karfa með góðgæti eða handskrifuð skilaboð, skipta miklu máli
Deildu lostæti frá staðnum svo að upplifun gesta verði einstök
Hentug þægindi eins og sólarvörn, skordýrafæla og regnhlífar geta bjargað deginum
Viltu sjá til þess að reynsla gesta sé eftirminnileg? Þetta snýst ekki endilega um að eignin sé í hæsta lúxusklassa eða þægindin séu af bestu gerð. Hugsaðu frekar um litlu atriðin sem geta skipt sköpum eins og að bjóða upp á uppáhaldskaffið þitt á staðnum eða skilja eftir handskrifuð skilaboð. Hér deila gestgjafar nokkrum einföldum hugmyndum sem kosta lítið til að dvöl gesta verði ógleymanlega.
Sætasta leiðin til að heilsa
Gestir koma oft þreyttir og örlítið áttavilltir. Láttu þeim líða vel um leið og þeir ganga inn um dyrnar.
- Skildu eftir körfu fyrir gesti þegar þeir koma á staðinn. „Ég er með körfu með skyndihaframjöli, orkustöngum, hnetum, smákökum og örbylgjupoppi fyrir gesti ef flugið var langt og þeir vilja ekki fara strax út að kaupa inn.“ —Carrie, New York
- Skrifaðu persónuleg skilaboð. „Eitt af því sem gestir kunna að meta er kort með persónulegum skilaboðum. Ég nota kort ungra hönnuða sem hafa borgina mína, São Paulo, að þema.“—Priscilla og Gabriel, São Paulo
- Skildu eftir pláss fyrir ferðatösku gesta. „Ég er með farangursrekka við fótinn á hverju rúmi. Mér líkar vel að það sé auðvelt að ganga frá töskum ef einhver vill fá aukapláss eða þegar ég er að þrífa.“ —Allison, Traverse City, Michigan
Vertu með betra svefn- og baðherbergi
Þegar þú hefur keypt nauðsynjarnar skaltu byggja á þeim til að gestrisnin verði eftirminnilegri.
- Vertu með nóg af öllu. „Ég passa að það sé mikið af handklæðum, aukarúmfötum, sápum og sjampói.“ —Susan, Covington, Georgíu
- Útvegaðu snyrtivörur sem er gott að hafa. „Ég gef gestgjöfum góðar þurrkur til að hreinsa andlitsfarða.“ —Beverlee og Suzie, Oakland, Kaliforníu (bónus: þær hjálpa þér einnig að koma í veg fyrir erfiða bletti í lökum og handklæðum!)
- Gerðu baðherbergið aðeins betra. „Ég brýt saman fyrsta blaðið á klósettrúllunni. Þetta er smáatriði en þetta er fersklegt og sýnir hugulsemi í verki.“ —Emma-Kate, San Francisco
- Bættu við lúxus. „Ég útvega þægilega, hvíta sloppa úr frotteefni. Gestirnir nota þá fyrir heilsulindina eða bara til að slaka á.“ —Linda, La Quinta, Kaliforníu
Allt um bragð staðarins
Eitt af því sem er spennandi við ferðalög er að kynnast bragðinu, ilminum, kennileitunum og áferðunum sem einkenna áfangastaðinn. Segðu gestum frá því sem er í uppáhaldi hjá þér.
- Bjóddu eftirminnilegan morgunmat. „Ég gef eitthvað lítið og staðbundið fyrir morgunverðinn eftir því hvaða árstíð er en það gæti verið sjaldgæft þinhunang frá fjallabændum, ostur gerður á staðnum eða ferskur safi og ávextir frá bændum í nokkurra þorpa fjarlægð.“ —Claudia, Svartaskógi, Þýskalandi
- Hugsaðu um heildina. „Ég er í Portland svo að ég vil að upplifun gesta sé í fullkomnum takti við Portland. Það er það sem Airbnb snýst um! Ég býð upp á bjór frá litlum brugghúsum á staðnum, blóm úr garðinum mínum, margar bækur um borgina, staðbundnar og lífrænar snarlstangir og dagblaðið Oregonian kemur á hverjum degi. Ég kaupi líka tímarit um staðinn. Gott kaffi er nauðsynlegt í Portland, og líka kaffirjómi.“ —Lisa, Portland, Oregon
- Sérsníddu upplifunina. „Ef gestirnir mínir eru að halda upp á afmælishelgi skil ég eftir bollakökur bakaðar á staðnum.“ —Tiffany, Hollywood Beach, California
- Gefðu lítinn minjagrip. „Ég set fram póstkort frá svölum stað eða kennileiti sem gestir geta geymt eða sent heim.“ —Debi, Thousand Oaks, Kaliforníu
Stundum er það hagnýta best
Hentug þægindi geta skipt sköpum milli óvænts svekkelsis og góðrar ferðar. Þú getur bjargað deginum með sólarvörn, sjúkrakassa, tölvutengjum og fleiru.
- Hjálpaðu fólki að stunda útivist. „Strandbúnaður: stólar, sólhlíf, sarong-pils, strandtennis, kælikista, spil, barnaleikföng og fótbolti. Moskítópakki: fæliefni og citronella-kerti.“—Danielle, Ríó de Janeiro
- Hugsaðu um veðurfarið á staðnum. „Við keyptum 10 einnota regnfrakka úr örþunnu og léttu plasti til vara. Gestir koma stundum í besta veðri og lenda í úrhellisrigningu áður en þeir fara.“ —Till og Jutta, Stuttgart, Þýskalandi
- Vertu með hárþurrku og straujárn. „Hárþurrka og straujárn kosta lítið og þegar þessir hlutir eru á staðnum sýnir það að þú hefur hugsað um smáatriðin sem gætu bjargað degi gesta.“ —Richard, Lenox, Massachusetts
- Vertu með fjölskylduvæn þægindi. „Einn lítill hlutur sem hefur slegið í gegn: gamli skutbíllinn með púðunum sem er notaður til að draga smábörn fram og til baka.“ —Chantal, Dinan, Frakklandi
Ertu ennþá óviss um hvar eigi að byrja? Gistu í eigninni þinni yfir nótt til að upplifa hana eins og gestur. Og fylgstu vel með athugasemdum gesta. Þær endurspegla ýmis sjónarhorn og gefa hugmyndir sem þú hefðir mögulega ekki fengið að öðrum kosti. Með tímanum finnurðu bestu leiðina til að komast á næsta stig með eignina þína. Búðu þig undir frábærar umsagnir!
Aðalatriði
Finndu leiðir til að komast á næsta stig með þægindin þín
Umhyggjusamar móttökur, eins og karfa með góðgæti eða handskrifuð skilaboð, skipta miklu máli
Deildu lostæti frá staðnum svo að upplifun gesta verði einstök
Hentug þægindi eins og sólarvörn, skordýrafæla og regnhlífar geta bjargað deginum