Ávinningurinn af því að gista í eigin eign

Að vera þinn eiginn gestur getur hjálpað þér að finna atriði sem mætti bæta.
Airbnb skrifaði þann 20. nóv. 2019
2 mín. myndskeið
Síðast uppfært 14. maí 2021

Aðalatriði

  • Það er gagnlegt að gista hjá sér eins og þú værir gestur

  • Ef þú upplifir eignina þína út frá sjónarhorni gests geturðu komist að því hvort það sé eitthvað sem þú vilt bæta við eða gera betur

  • Þú gætir til dæmis ákveðið að þrífa inngang eða bæta við farangursgrind í svefnherbergi eftir dvölina

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um góða uppsetningu eigna fyrir gesti

Ein leið til að athuga hvort eignin sé tilbúin fyrir gesti er að gista þar yfir nótt (eða biðja vin um að gera það). Byrjaðu frá upphafi eins og þú værir að koma í fyrsta sinn: Eru leiðbeiningarnar fyrir bílastæði skýrar? Geturðu auðveldlega ratað að innganginum á kvöldin? Er staður til að leggja frá sér farangurinn? Þú getur staðfest að vatnsþrýstingurinn sé í lagi og rúmið sé þægilegt með því að fara í sturtu og sofa í eigninni þinni. Ekki gleyma að fara í gegnum útritunarferlið. Veistu hvar þú getur skilið lykilinn eftir ef þess þarf? Ef eitthvað bregður út af er gott að gefa sér tíma til að laga það sem þarf á staðnum eða útskýra það betur í skráningarlýsingu, húsleiðbeiningum og leiðbeiningum fyrir innritun.

Aðalatriði

  • Það er gagnlegt að gista hjá sér eins og þú værir gestur

  • Ef þú upplifir eignina þína út frá sjónarhorni gests geturðu komist að því hvort það sé eitthvað sem þú vilt bæta við eða gera betur

  • Þú gætir til dæmis ákveðið að þrífa inngang eða bæta við farangursgrind í svefnherbergi eftir dvölina

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um góða uppsetningu eigna fyrir gesti
Airbnb
20. nóv. 2019
Kom þetta að gagni?