Tveir ofurgestgjafar ná árangri með því að bjóða gistingu í Airstream-hjólhýsunum sínum

Gestgjafar í Kóloradó og Bresku-Kólumbíu koma stórum hugmyndum fyrir fyrir í litlu plássi.
Airbnb skrifaði þann 25. feb. 2021
4 mín. lestur
Síðast uppfært 7. júl. 2022

Aðalatriði

  • Tvær konur í tveimur löndum bjóða gistingu í sígildum hjólhýsum til að afla tekna fyrir vöxt fjölskyldna sinna

  • Vegna sameiginlegs áhuga á fágætum eignum byrjuðu þær að bjóða gistingu í hjólhýsunum sínum

  • Hjólhýsin þeirra endurspegla mismunandi persónuleika en svipaðan árangur af gestaumsjón á Airbnb

Gestgjafar á Airbnb um allan heim hafa í gegnum tíðina fundið skapandi leiðir til að deila húsvögnum sínum og húsbílum með gestum og njóta um leið góðs af ávinningi af því að sinna gestaumsjón.

Þetta eru Katie og Zoë. Þær eru tveir ofurgestgjafar í sitthvoru landinu, þær hafa aldrei hist og hjólhýsin þeirra gætu ekki verið ólíkari. Reynsla þeirra af gestaumsjón er þó ótrúlega lík.

Báðar ungu mæðurnar bjuggu í tæplega 10 metra löngum sígildum Airstream-hjólhýsum áður en þær fluttu inn í stærri heimili þegar fjölskyldurnar stækkuðu. Og þær sneru sér báðar að gestaumsjón til að finna hjólhýsunum, og starfsferli sínum, nýjan farveg.

Þetta er Katie

Ofurgestgjafanum Katie og Ryan manni hennar fannst örlögin eiga þátt í að þau eignuðust Airstream-hjólhýsi.

Tveimur árum eftir að þau ferðuðust um heiminn saman keyptu Katie, atvinnusjómaður, og Ryan, sérfræðingur í náttúrumeðferð til að bæta andlega heilsu, Airstream-hjólhýsi frá 1987 sem þau nefndu Alice eftir fyrri eiganda þess. Þau keyrðu þvert yfir Bandaríkin og eignuðust sitt fyrsta barn þegar þau bjuggu enn í hjólhýsinu. Næst keyptu þau sér kofa á 14 hektara lóð rúmlega 2.000 metrum yfir sjávarmáli nærri Durango, Kóloradó.

Katie hafði þegar náð góðum árangri sem gestgjafi á Airbnb áður en hún kynntist Ryan. Þeim fannst vera rökrétt næsta skref að bjóða gistingu í hjólhýsinu. Hún gæti unnið heima hjá sér og leyft fólki að njóta fallegs landslagsins og á sama tíma ynni Ryan í tipi-tjaldi við veginn. Þetta er lífstíll drauma þeirra þökk sé gestaumsjón.

Þetta er Zoë

Tískuhönnuðurinn og ofurgestgjafinn Zoë hafði verið að leita sér að heimili sem hún hefði efni á meðan hún stofnaði eigið fyrirtæki sem seldi sjálfbærar vörur. Hún dáist að minimalisma í hönnun og varð spennt þegar hún fann Airstream-hjólhýsi frá 1985 til sölu á Salt Spring Island, þar sem hún býr í Bresku-Kólumbíu.

Zoë og börnin hennar tvö bjuggu hamingjusöm í hjólhýsinu í meira en tvö ár áður en hún flutti inn í hús með núverandi maka sínum, Dan, húsasmið sem á þrjú börn sjálfur. Þau vildu ekki losa sig við Airstream-hjólhýsið hennar heldur endurnýjuðu það og skráðu á Airbnb þar sem margir vinir þeirra voru þegar ánægðir gestgjafar.

Zoë hafði, eins og Katie, hugsað vandlega um möguleikana sem verða til með gestaumsjón. Hún gæti haldið hjólhýsinu, nýtt hæfileika sína sem hönnuður og útbúið afslappaðan orlofsstað ásamt því að vinna heima hjá sér og ala upp börnin 5 og um leið boðið öðru fólki að njóta friðsældarinnar í norðvesturhluta landsins við Kyrrahafið.

Gestgjafar í fullu starfi byrjuðu í smáhýsi

Það tók Zoë og Dan heilt ár að endurnýja hjólhýsið sem þau nefndu Ágúst eftir „besta mánuðinum til að heimsækja eyjuna“. Þau komu fyrir fullbúnu eldhúsi og sófa í fullri stærð, byggðu baðstofu við hliðina og reistu grindverk til að fá næði.

Ferlið hjá Katie og Ryan í Kóloradó gekk hratt fyrir sig. Þau lögðu Airstream-hjólhýsinu Alice 60 metrum frá kofanum sínum, smíðuðu grindverk fyrir næði og lítinn pall og reistu eldgryfju með útsýni yfir furuskóg með einiberjatrjám og hnetufuru til snævi þaktra tinda í fjarska.

Báðar ungu mæðurnar fengu fjölda bókunarbeiðna um leið og hjólhýsin þeirra voru tilbúin, aðallega frá pörum sem vildu komast í rómantískt frí eða út í náttúruna.

Í hjólhýsi Katie í Kóloradó geta gestir fylgst með elg, ref, svartabirni og fjallaljóni reika milli malurtarrunna. Þeir geta dreypt á árstíðabundnum bjór frá brugghúsum á staðnum undir bænafánum, draumaföngurum og stjörnum á loftinu yfir breiða hjónarúminu.

„Þetta er frábær staður fyrir fólk sem langar að komast aftur út í náttúruna,“ segir Katie sem nefnir fjallaútsýnið í skráningartitlinum sínum. „Við skráðum eignina á Airbnb og allt í einu varð eftirspurnin gífurleg.“

„Þetta er frábær staður fyrir fólk sem langar að komast aftur út í náttúruna.“
Katie, Airbnb Superhost,
Durango, Kóloradó

Gestir Zoë á Salt Spring Island koma vegna hnúskótta jarðaberjatrésins, einfalds innbús og hlýlegra smáatriða eins og notalegum sokkum í skúffunni við rúmið. Gestirnir geta varið morgnum í rólegheitum að sötra kaffi ræktað á staðnum, gengið í fallegu umhverfi á stígum meðfram ströndinni og af og til sjást dádýrin læðast rólega í gegnum þokuna.

„Þegar fólk dvelur hér gerir það sér grein fyrir því að það skiptir miklu máli fyrir hugann að hafa hreint og rólegt innandyra eins og hér,“ segir Zoë sem leggur áherslu á „bóhem-minimalisma“ í skráningarlýsingunni sinni. „Mér finnst það vera svo falleg gjöf að gefa.“

Að finna sveigjanleika–og tilgang

Katie fær gesti á hlýjasta tíma árs frá maí til október og segist vinna sér inn um 18.000 Bandaríkjadali á þessu hálfs árs tímabili. Þessar tekjur skipta sköpum fyrir Katie sem á tvíbura og ungbarn.

Salt Spring Island, sem er aðgengileg með ferju, getur orðið blaut og dimm á veturna. Zoë segir að hjólhýsið hennar sé þrátt fyrir það bókað allt árið um kring og skili um 20 þúsund Bandaríkjadölum á ári. „Að deila þessu með gestunum hefur verið það besta við að vera gestgjafi,“ segir Zoë. „Fólk kemur til að upplifa eignina, sjálfbæra búsetu, smáhýsalíferni og einfaldan lífsstíl.“

„Að deila þessu með gestunum hefur verið það besta við að vera gestgjafi. Fólk kemur til að upplifa sjálfbæra búsetu, smáhýsalíferni og einfaldan lífsstíl.“
Zoë, Airbnb Superhost,
Salt Spring Island, Breska-Kólumbía

Hún getur tekið á móti gestum eins og hún vill, úr fjarlægð, og létt undir með fólki með því að koma með hluti eins og eldivið en að öðru leyti gefið gestunum sitt pláss. „Við náum alltaf tengslum, jafnvel þótt við hittumst ekki vel og lengi,“ segir hún.

Þetta er eins hjá Katie, hjólhýsið er meira en tekjustofn. Með því að halda því getur hún farið í ferðir með fjölskyldu sinni og boðið gistingu í kofanum á meðan. Þau eru meira að segja að byggja júrt til að bjóða gistingu í annarri fágætri eign.

„Okkur finnst skipta miklu máli að leyfa að leyfa öðrum að upplifa þennan fallega heimshluta þar sem við búum,“ segir Katie. „Þegar ég fæ gesti í heimsókn sem ná þessu—og gestina vantar akkúrat þetta svo að þeir fara endurnærðir—þá líður mér vel.“

Hefurðu áhuga á að bjóða gistingu í eigin hjólhýsi eða húsbíl?

Aðalatriði

  • Tvær konur í tveimur löndum bjóða gistingu í sígildum hjólhýsum til að afla tekna fyrir vöxt fjölskyldna sinna

  • Vegna sameiginlegs áhuga á fágætum eignum byrjuðu þær að bjóða gistingu í hjólhýsunum sínum

  • Hjólhýsin þeirra endurspegla mismunandi persónuleika en svipaðan árangur af gestaumsjón á Airbnb

Airbnb
25. feb. 2021
Kom þetta að gagni?