Ábendingar til að einfalda gestaumsjón yfir háannatímann

Fylgdu gátlista fyrir ræstingar, notaðu útritunartól og uppfærðu þægindin hjá þér.
Airbnb skrifaði þann 5. júl. 2023
4 mín. lestur
Síðast uppfært 5. júl. 2023

Þetta kallast ekki háannatími að ástæðulausu. Það getur verið snúið að sinna fullbókuðu dagatali með stuttum tíma á milli gesta. Fylgdu þessum ábendingum svo að gestrisnin haldist framúrskarandi á háannatíma.

Undirbúningur þegar stutt er á milli bókana

Með því að fylgja sama ferli eftir hverja útritun ganga hlutirnir hraðar fyrir sig þegar stutt er á milli bókana. Robin, ofurgestgjafi í Mount Barker, Ástralíu, mælir með því að nota gátlista óháð því hvort þú sjáir um eigin þrif eða reiðir þig á utanaðkomandi aðstoð.

„Það góða við að nota gátlista er að ekkert fer fram hjá manni eða gleymist,“ segir Robin. „Þegar eitthvað óvænt gerist á sumt til með að gleymast en með því að muna eftir öllum smáatriðunum verður upplifun mín og gesta minna betri.“

Hér eru fleiri ábendingar þegar skammur tími er á milli gesta:

  • Tvö eða þrjú aukasett af líni. Aukalök og handklæði gera þér kleift að gera svefnherbergið, baðherbergið og eldhúsið klárt án þess að þurfa að setja strax í vél. Þannig áttu líka alltaf lín til skiptana ef um er að ræða erfiða bletti, til dæmis eftir farða eða fitu úr matvælum.

  • Notaðu kodda- og sængurver ásamt dýnuhlífum. Vertu með sett til skiptana til að undirbúningur gangi hraðar fyrir sig á milli gesta.

  • Nýttu þér heimsendingarþjónustu. Fylltu á birgðir af hreinsiefnum, snyrtivörum, matvælum og öðrum varningi sem þú býður gestum reglulega upp á, án þess að þurfa að fara út í búð.

  • Komdu þér upp varaáætlun fyrir ræstingar, viðhald og garðvinnu. Þannig ganga hlutirnir snurðulaust fyrir sig, jafnvel þótt eitthvað komi upp á. Ef mikið er að gera gætir þú íhugað að fá aðstoð frá samgestgjafa.

Tímasparnaður með útritunartólum

Útritun ætti að vera fyrirhafnarlaus fyrir þig og gesti þína. Síðastliðinn maí kynntum við útritunartól hönnuð til þess að einfalda ferlið fyrir alla.

Meðal nýju eiginleikanna eru sjálfvirkar tilkynningar í síma og útritun með einu pikki. Airbnb tilkynnir gestum um útritunartíma ásamt leiðbeiningum kl. 17:00 að staðartíma, daginn fyrir útritun. Allir gestir sem nota appið í fartæki sem er með kveikt á tilkynningum eru látnir vita. Með því að pikka á hnapp getur gesturinn látið þig vita að útritun sé lokið þannig að þú getir hafið undirbúning fyrir næstu gesti.

Joh, ofurgestgjafi í Forestville, Kaliforníu, nýtir sér gjarnan tímasett skilaboð til að minna gesti á útritun, sérstaklega yfir háannatímann. „Ég læt gesti vita að ræstitæknirinn mæti kl. 11:00 til að búa eignina undir næstu gesti, þannig að þeir átti sig á mikilvægi þess að útritun fari fram á tilsettum tíma,“ segir hún.

Hér eru fleiri ábendingar um hvernig hægt er að spara sér tíma með útritunartólunum:

  • Settu upp einfaldar útritunarleiðbeiningar. Þú getur útbúið leiðbeiningar á fljótlegan hátt með því að velja úr lista yfir fimm algeng verk. Þú getur bætt við nánari upplýsingum fyrir hvert verk. Ef þú velur sem dæmi „hentu rusli,“ gætir þú beðið gesti um að henda óflokkuðu sorpi í eina tunnu og endurvinnanlegu sorpi í aðra.

  • Hafðu inni beiðnir sem eiga sérstaklega við um heimilið þitt. Ef þú býður þægindi eins og útigrill gætir þú beðið gesti um að breiða aftur yfir það eftir notkun.

  • Bættu við útritunarkortum. Þegar þú hefur tilgreint almennar útritunarleiðbeiningar getur þú bætt útritunarkorti við tímasett skilaboð eða sent hlekk á leiðbeiningarnar í hraðsvari. Þetta er góð leið til að senda áminningar til gesta sem nota ekki Airbnb appið eða eru með slökkt á tilkynningum í síma.

Áhersla á árstíðabundin þægindi

Samkvæmt alþjóðlegum gögnum Airbnb jókst leit að eignum með sundlaugum um 60% á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023, samanborið við sömu mánuði árið 2022. Mest bókuðu flokkarnir á Airbnb voru ströndin, magnaðar laugar og skálar.

Með því að leggja áherslu á árstíðabundin þægindi í eigninni þinni vekur þú athygli gesta sem leitast eftir slíku og eykur líkur á bókunum.

„Systir mín er innanhúshönnuður og breytir útliti eignarinnar eftir árstíðum og fær muni að láni úr gjafavöruverslun í bænum okkar,“ segir Fred, ofurgestgjafi í Placencia, Belize. „Á hverju ári bjóðum við einnig upp á ný þægindi — eitthvað sérstakt svo að fyrri gesti vilja koma aftur. Við höfum bætt við garðskála, stjörnuathugunarstöð og barsvæði við vatnið.“

Hér eru fleiri ábendingar til að leggja áherslu á árstíðabundin þægindi:

  • Bættu við ljósmyndum sem henta árstíðinni. Yfir sumarið gætir þú sýnt gestum mögnuðu laugina þína, útigrillið, hengirúmið eða stíginn sem liggur að ströndinni. Yfir veturinn gætir þú sýnt myndir af arninum, heita pottinum eða leiðinni að skíðalyftunum.

  • Uppfærðu skráningarlýsinguna. Hefurðu nýlega bætt þægindum við eignina, eins og Fred og systir hans? Taktu þau fram í skráningarlýsingunni og settu inn myndir.

  • Uppfærðu skráningarupplýsingarnar. Farðu yfir aðgangsstillingar þínar og gættu þess að haka við öll þau þægindi sem þú býður eins og er. Gefðu nánari upplýsingar þegar um þær er beðið.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
5. júl. 2023
Kom þetta að gagni?