Kastljós á ofurgestgjafa: að glæða heimili lífi eftir missi
Ofurgestgjafinn Marianne varð skyndilega ein í Craftsman-heimilinu sem hún og eiginmaður hennar höfðu gert upp saman. Til að ná sér upp aftur stofnaði hún eigið fyrirtæki með því að opna heimili sitt í Kalíforníu fyrir gestum alls staðar að úr heiminum. Með eigin orðum segir hún frá því hvernig gestaumsjón gaf lífi hennar nýjan tilgang og hvernig það er að vera athafnakona:
Það var eitthvað svo jákvætt við að fá líf og manneskjur inn í húsið aftur.
Þegar ég missti Mike var missirinn og tómið svo mikið. Hann fór í skurðaðgerð í maí 2017 sem hefði átt að vera hefðbundin aðgerð en það komu upp óvænt vandamál og hann lifði það ekki af. Fjórum dögum áður höfðum við haldið upp á 26 ára samvistir.
Dóttir mín hafði flutt heim til þess að vera hjá mér. Næstum ári síðar flutti hún skyndilega í burt og ég var allt í einu ein í húsinu.
Ég man ekki eftir tilteknu atviki eða ástæðu þess að ég byrjaði að taka á móti gestum. Það hélt bara áfram að koma upp í huga mér. Síðan fór ég í ferðalag í september 2017 til að heimsækja vini í Oregon og þar gisti ég hjá Airbnb. Gestgjafinn var yndæll náungi og ég sagði honum hvað hefði komið fyrir. Það fór að renna upp fyrir mér að gestgjafahlutverkið gæti verið eitthvað fyrir mig.
Þegar maðurinn minn dó lauk eftirlaunum hans og það var mikið tekjutap. Ég vinn fyrir sjálfa mig sem kennari, rithöfundur og landslagsarkitekt. Ég var bara ekki í ástandi til að einbeita mér.
Í mínum huga var Airbnb uppspretta fyrirhafnalítils fjárstreymis. En þetta krefst vinnu og sem einstæð kona fann ég vissulega fyrir áhyggjum um öryggi mitt. Ég festi kaup á lásum fyrir gestaherbergin og mitt herbergi en ég held að ég hafi aðeins læst hurðinni minn í eitt skipti þegar þar var náungi sem innritaði sig mjög seint að kvöldi. Vinur minn sem er líka gestgjafi mælti með því að ég skrifaði lýsingu á heimilinu mínu til að laða að fólkið sem ég hef áhuga á að hafa hér og hingað til virðist það hafa virkað. Kannski er það barnalegt en ég hef ákveðið traust á því að fólk sé að mestu leiti gott.
Gestgjafahlutverkið varð að leið til að festast ekki í einbúahlutverkinu. Það gaf mér ástæðu til að halda húsinu hreinu og ástæðu til að telja í mig kjark. Maður verður að rífa sig svolítið upp. Þetta voru allt góðir hlutir.
Ég minnist Mike með hverri manneskju sem kemur inn. Það er bæði sorglegt og styrkjandi.
Hann elskaði vinnuna við húsið. Hann var smiður. Þegar við keyptum húsið árið 1995 var húsið í mjög slæmu ástandi og þurfti á viðgerðum að halda. Hann gerði það að svo fallegum stað til að búa á. Ég finn anda hans og orku á ákveðinn hátt þegar fólk kemur inn í húsið, tekur eftir tréverki hans og segir „vá“.
Ég er svo stolt af þessu. Stolti fyrir hönd okkar beggja. En yndislegt að ég geti deilt því.
Í upphafi sagði ég gestum að ég hefði misst manninn minn fyrir stuttu. Smám saman varð það ekki lengur það fyrsta sem ég deildi.
Ég hef verið ótrúlega heppin með gestina sem hafa komið til mín. Þar sem ég bý í Santa Monica vildu þeir fara á ströndina, til bryggjunnar og í Venice-hverfið svo að ég sá ekki mikið af þeim. Ég þurfti enn á miklu rými og ró að halda svo að það virkaði fullkomlega.
Stundum spjölluðum við yfir kaffibolla eða nutum sjávargolunnar í rólunni úti á veröndinni yfir vínglasi. Sumir gestanna voru yndislegt fólk til að tala við. Þetta var minning um að lífið heldur áfram, jafn klisjukennt og það hljómar.
Einn gestur var ung kona. Ég hafði ekki minnst á að Mike væri dáinn en hugsanlega tók hún eftir myndunum af honum á heimilinu. Hún sagði mér að hún hefði misst kærasta sinn nokkrum mánuðum áður í slysi. Ég var því í þeirri einstöku stöðu að geta ekki einungis opnað heimilið og gefið henni pláss til að ræða um missi sinn við einhvern sem skildi hana. Og fyrir mig var hún einhver sem ég gat talað við um Mike. Það var sameiginlegur grundvöllur og ótrúleg samstilling. Við sendum hvor annari skilaboð nokkrum sinnum. Kannski kemur hún aftur, kannski ekki en um litla stund snertum við líf hvorrar annarrar.
Sem gestgjafar deilum við plássi en stundum er það staður þar sem við deilum miklu meira.
Þegar ég opnaði heimilið mitt gat ég gefið af mér, jafnvel þegar mér leið eins og tómri blöðru.
Nú er ég með eigin rekstur. Það svo mikið hægt að segja um vera þinn eiginn yfirmaður og geta ráðið því hvernig líf þitt þróast. Það er verulega valdeflandi fyrir konu að reka eigið fyrirtæki.
Það hljómar kannski dálítið furðulega fyrir fólki en það er eitthvað svo heilagt við að taka á móti ókunnugum. Sem gestgjafar erum við leiðsögumenn þreyttra ferðalanga og þegar okkur verkjar og við erum særð og einmanna, veitir slík tenging og þessi samskipti örlitla heilun.
Ljósmyndir frá Marianne