Gestrisni án aðgreiningar og barátta gegn hlutdrægni

Sérfræðingar lýsa gagnlegum aðferðum og veita gestgjöfum leiðbeiningar.
Airbnb skrifaði þann 26. des. 2019
11 mín. lestur
Síðast uppfært 14. jún. 2022

Aðalatriði

Airbnb er þeirrar skoðunar að ferðalög geti styrkt tengsl og gert heiminn aðgreiningarlausari. Mismunun er raunveruleg hindrun við þessa tengingu og því er svo mikilvægt að takast á við hana.

Til að hjálpa gestgjöfum og gestum að skilja mismunun og hvernig hlutdrægni veldur henni vann Airbnb með virtu samfélagssálfræðingunum dr. Robert W. Livingston frá Harvard-háskóla og dr. Peter Glick frá Lawrence-háskóla. Leiðbeiningarnar og bestu starfsvenjur í þessari grein eiga rætur að rekja til rannsókna þeirra og þekkingar.

Hlutdrægni eða mismunun: Hver er munurinn?

„Hlutdrægni“ vísar til tilfinninga eða ályktana um einstakling byggða á eiginleikum eins og kynþætti, trúarbrögðum, þjóðernisuppruna, fötlun, kyni, kynvitund, kynhneigð eða aldri. „Mismunun“ er þegar þú hagar þér öðruvísi gagnvart einhverjum vegna einhvers sem einkennir viðkomandi. Hlutdrægni leiðir ekki alltaf til mismununar, en það er yfirleitt þar sem mismunun hefst.

Hvað er óbein hlutdrægni?

Hlutdrægni er að mestu leyti til staðar í undirmeðvitundinni og er oft kölluð „óbein hlutdrægni“. Óbein hlutdrægni getur haft áhrif á það hvernig við komum fram við fólk og valdið mismunun; stundum án þess að við áttum okkur á því.

Kynjamiðun og hlutdrægni varðandi hinsegin fólk

Kynjahlutverk eru rótgróin í samfélaginu og hvort sem við erum meðvitað um það eða ekki nota flestir þau til að ákvarða hvernig við teljum að fólk eigi að haga sér. Kynbundnar staðalímyndir hafa veruleg áhrif á hinsegin fólk (lesbíur, homma, tvíkynhneigða og trans fólk) vegna þess að sjálfsömun þeirra skarast á við samfélagsviðmið.

Það skiptir ekki máli hvaða skoðun þú hefur á kynjamálum og málefnum hinsegin fólks, mikilvægt er að hafa í huga að gestrisni í garð annarra er ekki háð því að þú þurfir að tileinka þér skoðanir þeirra eða lífsstíl.

Hlutverk staðalímynda

Ein af birtingarmyndum hlutdrægni er með notkun staðalímynda. Staðalímynd er almennt notuð en of einfölduð eða of ýkt mynd eða hugmynd um tiltekna manngerð. Allir nota staðalímyndir upp að ákveðnu marki, stundum meðvitað, stundum ómeðvitað. Ef hópar fólks eru flokkaðir eftir staðalímynd getur það oft leitt til mismunandi hegðunar, allt frá óviljandi móðgun til mikils ranglætis.

Það sem þú getur gert

Mismunun brýtur gegn grunngildum Airbnb og er bönnuð á verkvangi okkar. Það er hægt að hafa stjórn á henni og forðast hana, jafnvel þegar hún á upptök sín í óbeinni hlutdrægni.

Hér eru nokkur skref sem allir gestgjafar geta fylgt til að berjast gegn hlutdrægni og skapa samkennd í samfélagi okkar:

      • Láttu í þér heyra. Bættu skilaboðum við notandalýsinguna þína þar sem þú lýsir því yfir að dyr þínar séu opnar öllum. Þetta gefur gestum ekki aðeins merki um að þeir séu velkomnir heldur getur það einnig hvatt aðra gestgjafa til að tileinka sér gildi fjölbreytni og samkenndar.
      • Notaðu sömu viðmið fyrir alla. Vertu með hlutlaus viðmið sem þú notar til að meta alla mögulega gesti, alltaf. Ganga til dæmis dagsetningarnar upp fyrir þig? Getur þú tekið á móti gestafjöldanum fyrir dvölina? Ef viðmið þín fara eftir aðstæðum gæti hlutdrægni haft áhrif á ákvarðanatöku þína.
      • Taktu aðgætnar ákvarðanir. Áður en þú samþykkir eða hafnar gesti skaltu vera viss um ástæðu þess að þú tekur ákvörðunina og leitast við að útskýra hana vandlega á grundvelli viðmiðanna sem þú hefur sett. Spurðu þig hvort þér þætti þægilegt að segja gestinum augliti til auglitis ástæðuna fyrir því að viðkomandi var hafnað.
      • Vendu þig af notkun staðalímynda. Ein af fáum reyndum leiðum til að snúa við óbeinni hlutdrægni er að leita upplifana og upplýsinga sem brjóta gegn staðalímyndum. Farðu út fyrir þægindarammann og kynnstu fólki með ólíkan bakgrunn eða af öðrum samfélagshópi. Taktu á móti gestum á Airbnb úr ýmsum stéttum og samfélagshópum. Jákvæð samskipti og félagsleg samskipti geta dregið úr hlutdrægni.

      Fáðu ábendingar sem miða að því að öllum gestum finnist þeir vera velkomnir

      Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

      Aðalatriði

      Airbnb
      26. des. 2019
      Kom þetta að gagni?