Hvernig bregðast má við umsögn sem skrifuð er í hefndarskyni

Óskaðu eftir fjarlægingu umsagna sem brjóta gegn umsagnarreglum okkar.
Airbnb skrifaði þann 16. nóv. 2022
2 mín. lestur
Síðast uppfært 24. feb. 2025

Gestgjafar ættu að geta tekið á móti gestum án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að umsagnir gætu verið settar inn í hefndarskyni. Þú getur sent beiðni um að umsagnir séu fjarlægðar ef þú telur að þær brjóti gegn umsagnarreglum okkar, t.d. umsögn sem skrifuð er í hefndarskyni.

Óskað eftir fjarlægingu umsagnar sem skrifuð er í hefndarskyni

Umsagnir sem skrifaðar eru í hefndarskyni eru hlutdrægar umsagnir sem gestir gætu til dæmis gefið þér eftir að þú tilkynnir um alvarlegt brot þeirra á reglum, eins og:

  • Að valda tjóni á eigninni
  • Að dvelja lengur en bókun varir
  • Að brjóta gegn almennum húsreglum þínum
  • Að halda samkvæmi eða viðburð án leyfis í eigninni

Segjum sem svo að gestur reyki heima hjá þér, í bága við húsreglur. Þú lætur gestinn vita að þú hafir fundið sígarettustubba í stofunni og óskar eftir endurgreiðslu fyrir djúphreinsun. Gesturinn neitar að greiða og svarar fyrir sig með reiðilegri umsögn. Þú getur andmælt þessari umsögn og við munum kanna hvort hún uppfylli skilyrði til að verða fjarlægð.

Frekari upplýsingar um að senda beiðni um að umsögn sé fjarlægð

Þótt óskað sé eftir fjarlægingu umsagnar er það ekki trygging fyrir því að hún verði tekin út. Óskað verður eftir því að þú sýnir fram á hvernig umsögnin brýtur í bága við umsagnarreglur okkar. Þú getur veitt okkur upplýsingar og gögn um brot á reglunum, svo sem myndir eða skilaboðasamskipti á milli þín og gestanna.

Gögnin þurfa að sýna fram á að skýrt brot á reglum hafi átt sér stað. Það verður að vera ljóst að tilkynning þín um brotið til Airbnb og/eða gestsins hafi að öllum líkum leitt til hefndarumsagnarinnar.

Það er góð hugmynd að halda öllum samskiptum við gesti innan skilaboðaflipans svo að þjónustuver Airbnb eigi auðvelt með að fara yfir gögnin.

Gestgjafar hafa sagt okkur að reglur okkar varðandi umsagnir sem eru skrifaðar í hefndarskyni hafi veitt sér öryggi til að sinna gestaumsjón án áhyggja. Gestgjafinn Leanne segir að umsögn sem skrifuð var um eign hennar í hefndarskyni „hafi verið yfirfarin þegar í stað og fjarlægð þegar ég sendi inn beiðni þess efnis. Ég fann algjörlega fyrir samstöðu frá Airbnb.“

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
16. nóv. 2022
Kom þetta að gagni?