Þetta efni er ekki til á þínu tungumáli. Hér er það því á líkasta tungumálinu.

Hvernig andmæla má umsögnum sem eru skrifaðar í hefndarskyni

Hægt er að óska eftir að umsögn sem skrifuð er í hefndarskyni sé fjarlægð, óháð því hvenær hún var birt.
Airbnb skrifaði þann 16. nóv. 2022
2 mín. lestur
Síðast uppfært 12. feb. 2025

Athugasemd ritstjóra: Þessi grein var birt sem hluti af vetrarútgáfu Airbnb 2022. Upplýsingar gætu hafa breyst frá fyrstu birtingu. Frekari upplýsingar um nýjustu útgáfu okkar.

Við vitum að gestgjafar hafa oft áhyggjur af því að umsagnir geti verði skrifaðar í hefndarskyni. Þetta eru hlutdrægar umsagnir sem gestir gætu gefið þér eftir að þú tilkynnir um brot viðkomandi á húsreglum þínum, tjóni á eigninni eða önnur alvarleg brot.

Umsagnarkerfið okkar gerir þér kleift að andmæla umsögnum sem þú telur hafa verið skrifaðar í hefndarskyni.

Vernd gegn umsögnum sem eru skrifaðar í hefndarskyni

Þér ætti að líða vel við að taka á móti gestum án þess að hafa áhyggjur af því að umsagnir gætu verið settar inn í hefndarskyni. Þú getur andmælt umsögn sem er skrifuð í hefndarskyni — óháð því hvenær hún var birt — af hálfu gesta sem brjóta alvarlega gegn reglum, til dæmis með því að:

  • Valda tjóni á eigninni

  • Dvelja lengur en bókun varir

  • Brjóta gegn almennum húsreglum þínum

  • Halda óheimilað samkvæmi eða viðburð í eigninni

Að andmæla umsögn er ekki trygging fyrir því að hún verði tekin út. Þegar þú andmælir umsögn munum við biðja þig um að framvísa sönnunargögnum eins og myndum eða skilaboðum á milli þín og gestsins.

Sönnunargögnin þurfa að sýna fram á að alvarlegt brot hafi átt sér stað. Það verður að vera ljóst að tilkynning þín um brotið til Airbnb og/eða gestsins hafi að öllum líkum leitt til hefndarumsagnarinnar.

Það er góð hugmynd að halda öllum samskiptum við gesti innan verkvangs Airbnb til að þjónustufulltrúar okkar eigi auðvelt með að fara yfir sönnunargögnin. Hafðu í huga að einungis aðalgestgjafar og aðalgestir geta andmælt umsögnum.

Frekari upplýsingar um umsagnareglur okkar

Information contained in this article may have changed since publication.

Airbnb
16. nóv. 2022
Kom þetta að gagni?