Útbúðu hrífandi þjónustusíðu
Þjónustusíða þín sem samgestgjafa er tækifæri til að auglýsa það sem þú býður upp á. Þjónusta samgestgjafa styðst við persónusniðinn algóritma til að birta gestgjöfum sem leitast eftir aðstoð, þjónustusíður viðeigandi samgestgjafa á tilteknu svæði.
Að fylla út þjónustusíðu samgestgjafa
Gakktu frá þjónustusíðu þinni sem samgestgjafa til að birtast í leitarniðurstöðum. Upplýsingar sem koma fram á þjónustusíðu þinni eru aðgengilegar öllum.
- Nafn: Þjónustusíða samgestgjafa notar sjálfkrafa sama eiginnafn og kenninafn og þú ert með fyrir aðgang þinn að Airbnb, nema þú opnir stillingar þjónustusíðunnar og veljir að sýna aðeins eiginnafn þitt. Skjánafnið þitt verður að vera persónulegt nafn þitt en ekki heiti fyrirtækis til að hægt sé að birta það í þjónustu samgestgjafa, óháð því hvort það sé nafn þitt að lögum eða nafn sem þú kýst að nota.*
- Notandakynning: Skrifaðu fáein orð um reynslu þína af gestaumsjón og það sem greinir þig frá öðrum gestgjöfum. Til dæmis: „Ég byrjaði að taka á móti gestum í aukaherbergi hjá mér. Nú hjálpa ég öðrum gestgjöfum að fá frábærar umsagnir og ná tekjumarkmiðum sínum.“ Notandakynningin mun koma fram í leitarniðurstöðum og efst á þjónustusíðunni.
- Þjónusta sem þú býður: Veldu úr tíu flokkum, svo sem uppsetningu skráningar og skilaboðum til gesta og veittu stutta lýsingu á því hvað gerir nálgun þína sérstaka. Til dæmis: „Ég hef unnið með ræstitæknum mínum í meira en fimm ár og við gerum alltaf gæðaeftirlit fyrir og eftir dvöl fyrsta gestsins.“
- Verð: Láttu gestgjafa vita hvað þú tekur fyrir viðvarandi aðstoð við hverja bókun (áskilið) og fyrir að setja upp skráningarsíðu (valkvæmt).
- Þjónustusvæði: Tilgreindu hvar þú getur sinnt sameiginlegri gestaumsjón í eigin persónu innan tiltekins 100 km svæðis.
- Nánar um þig: Þú getur deilt upplýsingum um vegferð þína sem gestgjafa, eins og hvað varð til að þú fórst að sinna gestaumsjón og því sem hefur fyllt þig mesta stoltinu við starfið.
Þessar upplýsingar koma einnig fram á þjónustusíðu þinni sem samgestgjafa.
- Lykilupplýsingar: Gestgjafar geta séð hve margar skráningar þú sérð um sem gestgjafi eða samgestgjafi, árafjölda þinn sem gestgjafa og heildareinkunn þína frá gestum fyrir allar skráningar þar sem þú hefur sinnt gestaumsjón á eigin spýtur eða í sameiningu.
- Áhersluatriði: Gestgjafar sjá allar viðurkenningar sem þú eða skráningar í þinni umsjón hafa hlotið á Airbnb, svo sem „8 ár sem ofurgestgjafi“ eða „fullkomnar einkunnir frá nýlegum gestum.“
- Umsagnir gesta: Gestgjafar sjá umsagnir fyrir skráningar í þinni umsjón í tímaröð frá þeirri nýjustu. Þeir geta einnig síað eftir hæstu eða lægstu einkunn og leitað eftir leitarorðum.
- Skráningar þínar: Gestgjafar sjá allar skráningar sem þú aðstoðar við og hversu lengi þú hefur sinnt gestaumsjón á eigin spýtur eða í sameiningu í þeim.
Að taka frábæra notandamynd
Þjónustusíða þín sem samgestgjafa notar sjálfkrafa sömu notandamynd og þú ert með fyrir aðgang þinn að Airbnb. Myndin verður að vera í hárri upplausn, ekki stærri en 100 MB og hún verður að vera skýr. Andlit þitt verður að sjást greinilega á myndinni.*
Fylgdu þessum leiðbeiningum:
- Hafðu hlutlausan bakgrunn með náttúrulegri birtu.
- Taktu myndina á skammsniði og skildu eftir svigrúm til að klippa hana til.
- Forðastu sjálfsmyndir, flass, baklýsingu, kennimerki og teikningar.
- Ekki sýna gæludýr eða annað fólk á myndinni.
*Þessi skilyrði eiga ekki við ef þú ert með gistirekstur innan Ástralíu, Evrópska efnahagssvæðisins eða í Bretlandi.
Frekari upplýsingar um algóritma leitarvélarinnar má finna í hjálparmiðstöðinni.
Þjónusta samgestgjafa stendur til boða í Frakklandi, Spáni, Ítalíu, Þýskalandi, Bretlandi, Ástralíu, Mexíkó (þar sem hún er rekin af Airbnb Global Services Limited); Kanada (þar sem hún er rekin af Airbnb Living LLC); og Brasilíu (þar sem hún er rekin af Airbnb Plataforma Digital Ltda).
Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.