Handbók gestgjafa um stuðning við sjálfbæra ferðamennsku

Hjálpaðu gestum þínum að vera umhverfisvænni ferðalangar með þessum ábendingum.
Airbnb skrifaði þann 21. apr. 2021
3 mín. lestur
Síðast uppfært 21. apr. 2021

Aðalatriði

  • Auðveldaðu gestum að nota almenningssamgöngur með því að taka fram vinsælar leiðir og fargjöld í ferðahandbókinni þinni

  • Leggðu áherslu á umhverfisvandamál á staðnum sem gætu haft áhrif á dvöl gesta þinna, svo sem skógarelda eða flóð

  • Mæltu með uppáhalds fyrirtækjunum þínum á staðnum og bændamörkuðum

Hluti af því að gerast sjálfbær gestgjafi er að bjóða gestunum að taka líka þátt. Þar sem sjálfbærni gæti verið þeim framandi getur verið gott að útskýra hvernig þeir geta lagt sitt af mörkum.

Til að aðstoða þig við að fræða gesti þína um sjálfbær og umhverfisvæn ferðalög höfum við tekið saman ábendingar frá alþjóðasamfélagi gestgjafa okkar. Við höfum einnig unnið náið með Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðana sem er opinber málsvari fyrir umhverfið á alþjóðavísu ásamt World Wildlife Fund, helstu verndarsamtökum heims.

Lestu áfram til að kynna þér hvernig þú getur stuðlað að umhverfisvænum ferðalögum.

Aðstoðaðu gesti við að komast leiðar sinnar með almenningssamgöngum

Stuttir bíltúrar bera ábyrgð á þremur fjórðungum* heildarlosunar frá samgöngum og því getur skipt miklu máli að þú hvetjir gesti til að nota almenningssamgöngur.

Það getur verið yfirþyrmandi fyrir gesti að ferðast um nýja staði. Þú getur hjálpað þeim með því að veita upplýsingar um rútur, neðanjarðarlestir eða lestir í ferðahandbókinni ásamt áætluðum fargjöldum og hentugustu leiðunum að kennileitum á staðnum og til flugvallar. Þú getur einnig boðið gestum upp á reiðhjól eða mælt með fyrirtækjum þar sem hægt er að taka þau á leigu.

Útvegaðu endurnýtanleg ílát

Plastefni skapa mikinn úrgang og eru oft ekki endurunnin. Þar sem plastvörur eru gríðarlega skaðlegar fyrir plánetuna er mikilvægt að þú forðist að kaupa þær þegar þú getur.

Ofurgestgjafinn Tiffany frá Hollywood Beach í Kaliforníu útvegar gestum endurnýtanlega hluti eins og bolla og vatnsflöskur til þess að þeir þurfi ekki að kaupa hluti úr plastefni meðan á dvöl þeirra stendur. Í Chiang Mai í Taílandi lætur ofurgestgjafinn Nutth gesti einnig vita hvar þeir geta fyllt á vatnsflöskur þegar þeir eru á ferðinni.

Endurnýtanlegir diskar, hnífapör og matarílát geta einnig hjálpað gestum að njóta máltíða utandyra og halda úrgangi í lágmarki.

Leggðu áherslu á umhverfisvæn fyrirtæki á staðnum

Notaðu húsleiðbeiningarnar eða ferðahandbókina til að láta gesti vita af uppáhalds sjálfbæra veitingastaðnum þínum, bændamarkaði eða verslun sem selur sjálfbærar vörur frá staðnum. Láttu líka vita af árstíðabundnum afurðum á staðnum ef þannig liggur á. „Ferðahandbókin okkar er full af tillögum um frábæra matsölustaði sem deila sömu hugmyndafræði um sjálfbærni og við“, segir ofurgestgjafinn Anna frá Pembrokeshire í Wales.

Þú getur jafnvel lagt áherslu á varning frá staðnum sem gestir gætu viljað prófa eða taka með sér heim sem minjagrip. Ofurgestgjafinn Merrydith frá Tasmaníu í Ástralíu skilur eftir handgert hunang og sápu úr lofnarblómum sem gestir geta notað eða tekið með sér heim.

Fræddu gesti um leiðir til að ferðast af ábyrgð

Í húsreglum þínum eða húsleiðbeiningum getur þú beðið gesti um að halda úrgangi í lágmarki, fara í styttri sturtur, drekka síað kranavatn og halda hitastillinum á forstillingunni. Þú getur einnig komið fyrir miðum hér og þar í eigninni til að minna gesti á að slökkva á ljósum þegar farið er út og slökkva á vatninu þegar tennur eru burstaðar.

Ofurgestgjafinn Omar í Mexíkóborg býr til myndskeið sem gestir geta nálgast með QR-kóðum sem útskýra endurvinnsluferlið í íbúðum hans ásamt skaðlegum áhrifum einnota plastefna.

Slíkar venjur geta ekki aðeins sparað þér peninga heldur einnig vakið áhuga gesta sem vilja ferðast á sjálfbæran hátt.

Láttu gesti vita af umhverfisvandamálum á staðnum

Samfélög um allan heim verða fyrir umhverfisvandamálum eins og skógareldum, flóðum og aftakaveðri. Með því að taka fram staðbundin vandamál í húsleiðbeiningum þínum getur þú frætt gesti um hvernig þeir geta tileinkað sér ábyrga ferðamennsku og varað þá við hættum sem þeir kannast hugsanlega ekki við, svo sem loftmengun eða þurrki.

Á svæðum með léleg loftgæði er til dæmis best að forðast útivist á dögum þar sem mengun er mikil eða stunda athafnir sem auka mengun eins og akstur, grill eða að kveikja á flugeldum.

Leggðu áherslu á hversu umhverfisvæn eignin þín er

Þú getur látið mögulega gesti vita að þér sé annt um umhverfið með því að leggja áherslu á ráðstafanir þínar í húsleiðbeiningunum og í skráningarlýsingunni þinni.

Mundu að taka það fram í skráningu þinni ef þú útvegar gestum hluti eins og lífbrjótanlega handsápu eða endurnýtanlegar vatnsflöskur.

Þú getur lagt þitt af mörkum fyrir plánetuna með því að samþætta þessar hugmyndir við gestaumsjónina og gert gestum kleift að upplifa dvölina eins og heimafólk. Við vitum að það tekur tíma að tileinka sér sjálfbærar venjur og því erum við að taka saman fleiri úrræði sem munu koma þér að gagni.

NÆST: Kynntu þér hvernig einn ofurgestgjafi verður sífellt sjálfbærari

*Úr
60 Actions for the Planet frá World Wildlife Fund, gefið út 5. mars 2021

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Aðalatriði

  • Auðveldaðu gestum að nota almenningssamgöngur með því að taka fram vinsælar leiðir og fargjöld í ferðahandbókinni þinni

  • Leggðu áherslu á umhverfisvandamál á staðnum sem gætu haft áhrif á dvöl gesta þinna, svo sem skógarelda eða flóð

  • Mæltu með uppáhalds fyrirtækjunum þínum á staðnum og bændamörkuðum

Airbnb
21. apr. 2021
Kom þetta að gagni?