MYNDATÖKUÞJÓNUSTA FAGAÐILA
Láttu eignina þína ljóma
Fáðu atvinnuljósmyndara til að taka myndir af eigninni þinni eins og best verður á kosið svo að hún skari fram úr.
Byrja






Af hverju að velja atvinnuljósmyndun á Airbnb

Bættu stöðu í leit
Notendarannsóknir hafa sýnt að hágæðamyndir eru einn stærsti þátturinn fyrir gesti þegar þeir reyna að ákvarða hvaða eign þeir vilja bóka. Að vera með hágæðamyndir af eigninni, einkum áberandi forsíðumynd, hjálpar til við að vekja athygli gesta og bæta virkni þeirra sem getur bætt stöðu í leit.

Engin fyrirframgreiðsla
Kostnaðurinn við myndatökuna verður dreginn af næstu útborgunum og verður aðeins birtur á aðganginum þínum eftir að nýju myndirnar hafa verið birtar. Hjá 75% gestgjafa nægir ein bókun til að greiða fyrir myndatökuna.¹

Myndvinnsla
Við notum sérstakan myndvinnslustíl Airbnb á myndirnar þínar til skapa fágað útlit. Þegar unnið hefur verið úr myndunum setjum við þær beint inn á skráningarsíðuna þína.
Þú færð 15 til 25 myndir en endanlegur fjöldi ræðst af stærð eignarinnar. Vanalega verða nýjar myndir birtar á skráningarsíðunni innan viku frá myndatökunni. Eftir að myndirnar hafa verið birtar á skráningarsíðunni getur þú endurraðað þeim eða eytt þeim, allt eins og þú kýst.20%
tekjuaukning
Gestgjafar með atvinnuljósmyndir gætu fengið hærri tekjur en aðrir gestgjafar á svæðinu.¹
20%
fleiri bókanir
Ljósmyndir eru ein af þremur helstu ástæðum þess að gestir ákveða að bóka tiltekna eign.²
75%
ein gistinótt nægir til að borga kostnaðinn
Greiðslan dregst af nýjum bókunum og hjá 75% gestgjafa dugir ein gistinótt til.¹
Tengjast Elevate
Elevate er verkfæri sem Airbnb notar til að tengja saman gestgjafa og ljósmyndara. Þú getur óskað eftir þjónustu okkar, fylgst með framvindu þinni, fengið aðgang að úrræðum og fleiru. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að fá frekari upplýsingar.
Byrja








Algengar spurningar
Fæ ég afrit af myndunum sem hafa verið unnar?
Myndirnar eru birtar á skráningarsíðu eignar þinnar þegar þær hafa verið samþykktar þar sem þú getur breytt röð þeirra, eytt þeim og/eða bætt við myndatexta. Við getum ekki sent myndirnar beint til þín en þú getur sótt þær á skráningarsíðunni þinni á Airbnb. Hér eru algengar spurningar með einföldum leiðbeiningum.
Get ég valið hvaða myndir verða birtar á skráningarsíðunni?
Ritstjórar okkar setja saman úrval mynda sem ljósmyndarinn tekur. Þær verða unnar og þeim hlaðið upp á skráningarsíðuna þína. Þú hefur fulla stjórn á myndunum þínum: þú getur endurraðað þeim, eytt eða bætt við nýjum myndum. Þú getur einnig sett inn myndatexta.
Hvað verður um fyrirliggjandi myndirnar mínar?
Myndvinnsluhönnuðir okkar munu vinna úr myndunum og setja þær inn á skráningarsíðu þína að myndatökunni lokinni. Myndirnar sem þú ert með verða ekki teknar út. Skoðaðu þessa hjálpargrein til að fá frekari upplýsingar um hvernig þú getur breytt, bætt við eða tekið út einhverjar af þessum myndum.
Hvað tekur það langan tíma að fá myndirnar á skráningarsíðuna?
Að myndatökunni lokinni verða nýju myndirnar almennt birtar á skráningarsíðunni innan átta daga.
Hve langan tíma tekur að tengjast ljósmyndara?
Þegar þú hefur samþykkt myndatökuþjónustu fagaðila komum við þér í samband við ljósmyndara á staðnum. Það tekur yfirleitt um það bil 48 klukkustundir að tengjast ljósmyndara á staðnum. Athugaðu að þessi þjónusta er háð framboði ljósmyndarans og því hvort ljósmyndarar séu á þínu markaðssvæði.
Hvernig get ég breytt tímasetningu myndatöku?
Ef þú þarft að bóka annan tíma fyrir myndatökuna biðjum við þig um að hafa samband við viðkomandi ljósmyndara. Gefðu ljósmyndaranum þínum minnst 24 klukkustunda fyrirvara.
Hvernig undirbý ég myndatökuna?
Sjáðu til þess að eignin sé hrein og snyrtileg fyrir myndatökuna. Lestu fleiri ábendingar hér. Við mælum einnig með því að skoða þau úrræði sem eru í boði á tímalínusíðunni fyrir myndatökuna í Elevate.
Þarf ég að vera á staðnum við myndatökuna?
Þú þarft ekki að vera á staðnum en þú þarft að tryggja að ljósmyndarinn hafi aðgang að skráningunni þinni. Mundu einnig að láta ljósmyndarann vita af öllum séróskum áður en myndatakan fer fram. Við förum fram á húsið sé tilbúið fyrir myndatöku kl. 8:00 á áætluðum degi.
Hvað gerist ef ég vil hætta við eftir að ég óska eftir þjónustunni?
Láttu ljósmyndarann vita eins fljótt og unnt er. Ef þú afbókar innan 24 klst. frá myndatökunni áskiljum við okkur rétt til að innheimta 50 USD síðbúið afbókunargjald til að bæta ljósmyndaranum það upp.
Hafðu í huga að tekjur, bókanir og hækkanir á gistináttaverði geta verið mismunandi eftir skráningum. Tölfræðigögnin sem birt eru tryggja ekki árangur og Airbnb lofar hvorki né spáir fyrir um ákveðna niðurstöðu eða árangur fyrir skráninguna þína.
¹ Tölurnar eru byggðar á greiningu fyrir árið 2021 á tekjum, bókunum og afstemmingu á kostnaði vegna atvinnuljósmyndunar í úrtaki 5.000 skráninga um allan heim með atvinnuljósmyndum sem teknar voru frá september 2020 til október 2021. Þessar niðurstöður eiga við um eignir þar sem skráningin var virk allan tímann í 8 vikur fyrir og eftir að atvinnuljósmyndum var hlaðið upp. ² Alþjóðleg rannsókn frá 2018 um það hvernig fólk áttaði sig á heimilum út frá myndrænni framsetningu.