Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar
Gestur

Með hve löngum fyrirvara þú getur bókað

Með því að bóka ferð með góðum fyrirvara getur þú dregið úr álagi eða dreift kostnaðinum yfir lengri tíma, hvort sem það er vegna þess að þú fannst hina fullkomnu gistiaðstöðu eða vilt einfaldlega skipuleggja ferðina tímanlega.

Með hversu margra ára fyrirvara er hægt að bóka

Þú getur bókað með allt að tveggja ára fyrirvara á Airbnb úr tölvu, farsímavafra eða í gegnum Airbnb appið.

Hafðu í huga að ef þú vilt hafa sveigjanlega afbókunarreglu skaltu ganga úr skugga um að skráningin bjóði upp á hana áður en þú gengur frá bókun.

Ef valdar dagsetningar eru ekki lausar

Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að dagsetningar þínar séu ekki lausar, til dæmis að gestgjafinn hafi ekki opnað dagatal sitt svo langt fram í tímann, bókun sé þegar fyrirliggjandi, viðkomandi geri kröfu um tiltekna lágmarksdvöl eða að eignin sé ekki laus dagana sem þú valdir.

Ef þú ert harðviss um að eign gestgjafans sé sú eina rétta fyrir þig:

  • Prófaðu að hliðra til dagsetningum ef þú getur
    • Ábending: Ef eign gestgjafans er ekki laus fyrir allt tímabil ferðarinnar gætir þú bókað deiligistingu þannig að þú getir varið hluta ferðar þinnar í eign viðkomandi
  • Sendu gestgjafanum skilaboð og spyrðu hvort viðkomandi dagsetningar séu lausar
    • Ábending: Gestgjafar gætu verið tilbúnir til að opna dagatöl sín fyrir dagana sem þú valdir og það kemur sér vel að láta vita hvað það er sem þér líkar við eignina ásamt ástæðu ferðarinnar

Greiddu fyrir ferðina með afborgunum

Það getur borgað sig að bóka með fyrirvara. Þú getur mögulega greitt fyrir ferð með afborgunum yfir nokkrar vikur eða mánuði, sem veitir þér aukinn sveigjanleika með hvernig og hvenær þú vilt greiða. Frekari upplýsingar um hvernig greiðsluáætlanir ganga fyrir sig.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

  • Leiðbeiningar
    Gestur

    Greiðsluáætlanir

    Þú greiðir fyrir hluta af bókuninni þegar hún er staðfest og næstu greiðslur verða dregnar sjálfkrafa frá á þeim dögum sem tilgreindir eru á…
  • Leiðbeiningar
    Gestur

    Leitaðu að sveigjanlegri afbókunarreglu

    Nú getur þú fundið skráningar með sveigjanlegar afbókunarreglur með því að nota leitarsíuna okkar. Þú getur leitað eftir eignum með fulla en…
Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning