Af hverju gestgjafi í Texas opnaði heimili sitt fyrir flóttafjölskyldu

Kynntu þér gestgjafa opinna heimila sem tók á móti fjölskyldu sem stóð í miklum breytingum.
Airbnb skrifaði þann 15. jún. 2018
2 mín. lestur
Síðast uppfært 24. ágú. 2023

Aðalatriði

  • Þjónusta Airbnb fyrir opin heimili á í samstarfi við flóttamannastofnanir sem hjálpa fólki að hefja líf sitt aftur í nýjum samfélögum

  • Gestgjafinn Linda í Dallas opnaði heimili sitt fyrir Mohammad og fjölskyldu hans og myndaði varanlega vináttu

Opin heimili eru nú Airbnb.org

Þjónusta opinna heimila á Airbnb hefur breyst og heitir nú Airbnb.org, sem er glæný stofnun af tegundinni 501(c)(3) sem er ekki rekin í hagnaðarskyni. Þakka þér fyrir þinn þátt í að stofna samfélag opinna heimila með okkur. Það gleður okkur að hafa þig með í þessum nýja kafla.

Gestgjafar á Airbnb opna heimili sín og deila lífi sínu með ferðamönnum um allan heim og margir hafa gert meira en gestgjöfum er almennt skylt. Vegna örlætis og innblásturs frá samfélagsmeðlimum okkar hefur Airbnb stofnað til samtarfs við nokkrar flóttamannastofnanir til að hjálpa fjölda aðseturslausra flóttamanna að finna sér heimili.

Gestgjafar okkar hjálpa til við að gera heiminn þannig að allir geti alls staðar átt heima. Linda, ofurgestgjafi frá Dallas, er svo sannarlega ímynd þessa. Þegar fjölskylda hennar fékk símtal um að taka á móti flóttafjölskyldu í tvær vikur sagði hún já án þess að hika. „Mér fannst þetta vera mín leið til að leggja mitt af mörkum... á jákvæðan hátt,“ segir hún.

Þegar Mohammed kom með eiginkonu sinni og ungum syni mynduðu fjölskyldurnar tvær samstundis tengsl. Mohammed starfaði sem netstjórnandi og þýðandi á herstöð Bandaríkjanna í Íraksstríðinu og vegna þess að verk hans studdu Bandaríkin var líf hans í hættu.

Það sem hófst sem samband gestgjafa og gesta blómstraði varð að ævilangri vináttu og sem breytti heimssýn beggja fjölskyldnanna varanlega.

Að lokinni tveggja vikna dvölinni hjálpuðu Linda og fjölskylda hennar þeim áfram við að finna og innrétta íbúð. Þau ákváðu að hýsa fjölskylduna kostnaðarlaust í mánuð til viðbótar á meðan þau leituðu að hentugri eign. Á þeim mánuði hjálpaði eiginmaður Lindu þeim að semja um lægra leiguverð og með aðstoð styrkja frá gyðingasamfélaginu í musteri hennar gátu þau innréttað nýju íbúðina sína að fullu.

Jafnvel eftir að fjölskyldan kom sér fyrir á nýja heimilinu hélt örlætið áfram. Með hjálp margra vina sinna söfnuðu þau nægu fé til að kaupa bíl fyrir fjölskylduna. Vegna örlætis musterisins var syni Mohammeds boðið að ganga í leikskólann. Þau buðu í dögurð svo að Mohammed og fjölskylda hans, og þau sem hjálpuðu þeim, gætu komið saman og kynnst hvert öðru.

Mohammed lýsir Lindu sem móðurímynd og segir að þau hitti Lindu og fjölskyldu hennar reglulega frá því að þau fluttu inn í eigin íbúð. Þau voru ókunnug en hafa nú myndað fjölskyldutengsl.

Að hefja nýtt líf getur verið yfirþyrmandi. Mohammed segir að hann hafi aldrei búist við því að fá svona góðar móttökur frá þessu litla samfélagi og að njóta virðingar hjá fólki með ólíkan bakgrunn. Þeim finnst þau hafa fundið til mikillar samkenndar með því að kynnast Lindu og fjölskyldu hennar í gegnum Airbnb.

Vertu hluti af vaxandi samfélagi sem beislar mátt deilihagkerfisins þegar þörf er á.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Aðalatriði

  • Þjónusta Airbnb fyrir opin heimili á í samstarfi við flóttamannastofnanir sem hjálpa fólki að hefja líf sitt aftur í nýjum samfélögum

  • Gestgjafinn Linda í Dallas opnaði heimili sitt fyrir Mohammad og fjölskyldu hans og myndaði varanlega vináttu

Airbnb
15. jún. 2018
Kom þetta að gagni?