Hentar eignin mín vel fyrir Airbnb?

Það er til fullkominn gestur fyrir hverja eign. Lykilatriðið er að gefa gestum skýrar væntingar.
Airbnb skrifaði þann 6. jan. 2020
3 mín. lestur
Síðast uppfært 4. okt. 2022

Aðalatriði

  • Þú getur boðið sérherbergi eða sameiginlegt herbergi, allt húsið eða fágæta eign

    • Lágmarkið er þægileg svefnaðstaða og aðgengi að baðherbergi

      • Stilltu af væntingar með heiðarlegri lýsingu á kostum og göllum eignarinnar

      Þú heldur kannski ekki að aukasvefnherbergi eða notalegur seglbátur gætu verið vinsæl á Airbnb en alls konar rými, allt frá því minnsta til þess einstakasta, geta höfðað til gesta.

      Það skiptir ekki máli hvernig eign þú átt. Lykilatriðið er að búa til notalega svefnaðstöðu sem þú myndir vilja nýta fyrir þig—og ítarlega lýsingu sem sýnir það sem ber af við eignina.

      Byrjaðu á grunninum

      Gestir gera að lágmarki ráð fyrir hreinni og þægilegri svefnaðstöðu og aðgangi að salerni. Sumar eignir á Airbnb bjóða ekki upp á eldhús en standi það gestum til boða skaltu láta vita hvort um sé að ræða fullbúið eldhús eða eldhúskrók.

      Deildu hvaða rými sem er

      Allir sem hafa laust pláss geta gert það gott sem gestgjafar á Airbnb. Það er ekki til neitt sem heitir „fullkomin“ eign. Það er nóg að greina rétt og vel frá í skráningarlýsingunni og á myndunum svo að gestir viti nákvæmlega við hverju má búast. Airbnb hefur réttu eignina fyrir alla hvort sem það er aukaherbergi eða lúxuseign.

      Tilgreindu tegund eignarinnar

      Næstum allar tegundir eigna geta höfðað til gesta á Airbnb. Ertu með hús? Íbúð? Herbergi í íbúðinni þinni? Við sumar eignir er meira að segja sérstaklega tilgreint að eignin sé einstök svo sem við trjáhús, tjöld, smáhýsi, bændagistingu, hjólhýsi og húsbíla.

      Segðu hvar gestir mega vera

      Þú getur látið gesti vita að þeir fái einkaaðgang að allri eigninni þinni, sérherbergi eða að þeir deili rýmum eins og svefnherbergi, eldhúsi eða salerni með öðru fólki eins og fjölskyldu þinni, herbergisfélaga eða öðrum gestum. Þú ræður því hvort eignin sé aðeins fyrir gesti eða hvort þú geymir eigur þínar þar. Mestu máli skiptir að halda eigninni hreinni og láta gesti vita nákvæmlega við hverju má búast.

      Greindu heiðarlega frá kostum og göllum

      Daniel, gestgjafi í San Francisco, segist alltaf greina frá öllu um eignina. „Það sem þú segir gestum þínum að verði í boði þegar þeir koma á staðinn þarf að vera vera í boði,“ segir hann. „Það er betra að segja minna um eignina og að gestirnir gangi inn í betri eign en búist var við heldur en öfugt.“

      Sýndu og segðu frá

      Ef gestir gætu rekist á gæludýr í sameiginlegu rými er best að taka það fram í skráningarlýsingunni. Enn mikilvægara er þó að hlaða upp myndum af hundinum þínum eða kettinum á Airbnb ásamt myndatexta til að láta gesti vita að það sé líklegt að gæludýrin verði á vegi þeirra.

      Myndir eru betri en þúsund orð, sérstaklega þar sem sumir gestir ganga frá bókun án þess að lesa allt vandlega. Sé eignin þín með einhverja einstaka eiginleika er einnig góð hugmynd að staðfesta í bókunarferlinu að gestir hafi lesið skráningarlýsinguna frá upphafi til enda.

      Hafðu raunhæft verð á eigninni

      Það er ekkert vandamál þótt eignin þín sé ekki höll! Margir gestir kunna að meta látlausa gistingu að því gefnu að verðið sé gott. Þú gætir íhugað að byrja fyrst með lægra verð en þú ætlar þér að hafa þegar fram í sækir. Þetta hjálpar þér að vekja áhuga gesta og þegar þú hefur fengið nokkrar frábærar umsagnir geturðu endurmetið stöðuna og hækkað verðið hjá þér í takt við markmið þín.

      Kynntu þér meira í handbók okkar um uppsetningu árangursríkrar skráningar

      Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

      Aðalatriði

      • Þú getur boðið sérherbergi eða sameiginlegt herbergi, allt húsið eða fágæta eign

        • Lágmarkið er þægileg svefnaðstaða og aðgengi að baðherbergi

          • Stilltu af væntingar með heiðarlegri lýsingu á kostum og göllum eignarinnar

          Airbnb
          6. jan. 2020
          Kom þetta að gagni?