Hvernig flóttamaður var boðinn velkominn á nýtt heimili sitt í Róm af öllum í hverfinu

Gestgjafi og nágrannar hennar hjálpuðu nýbúa að aðlagast eftir flutning frá Malí.
Airbnb skrifaði þann 2. júl. 2018
2 mín. lestur
Síðast uppfært 22. mar. 2022

Aðalatriði

  • Els er Belgi sem býr í Róm og hún vildi endurgjalda ítölsku gestrisnina sem henni var eitt sinn sýnd sjálfri

  • Haft var samband við hana í gegnum opin heimili Airbnb um að hýsa Fode, ungan mann sem hlaut nýlega stöðu flóttamanns

  • Fode og Els mynduðu fjölskyldutengsl meðan hann dvaldi á staðnum

Opin heimili eru nú Airbnb.org

Þjónusta opinna heimila á Airbnb hefur breyst og heitir nú Airbnb.org, sem er glæný stofnun af tegundinni 501(c)(3) sem er ekki rekin í hagnaðarskyni. Þakka þér fyrir þinn þátt í að stofna samfélag opinna heimila með okkur. Okkur þykir spennandi að þú takir þátt í þessum nýja kafla.

Áhugi Els, ofurgestgjafa í Róm, vaknaði þegar hún las um þjónustu opinna heimila á Airbnb svo að hún ákvað að skrá sig. Hún hefur boðið ferðamenn frá öllum heimshornum velkomna heim til sín en vissi að reynslan af því að bjóða flóttamanni tímabundna gistiaðstöðu til að koma sér fyrir á nýjum stað yrði sérstök upplifun.

Þegar Refugees Welcome Italia höfðu samband við Els um að taka á móti Fode, ungum manni frá Malí í Vestur-Afríku sem hafði nýverið hlotið stöðu flóttamanns, fannst henni það vera spennandi tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á líf einhvers annars. Reynslan af því olli umbreytingum hjá þeim báðum.

Els hefur boðið gesti frá öllum heimshornum velkomna

Els var taugaóstyrk en spennt áður en Fode kom á staðinn. Hún er Belgi sem býr í Róm og hún vissi hvernig það væri að hefja nýtt líf á ókunnum stað og hún vildi endurgjalda ítölsku gestrisnina sem henni hafði verið sýnd. Sara, stuðningsfulltrúi frá Refugees Welcome Italia, aðstoðaði hana svo að hún vissi við hverju hún mætti búast og vissi að Sara yrði henni innan handar í öllu ferlinu.

Sara frá Refugees Welcome borðar kvöldverð utandyra með Fode, Els og nágrönnum sínum

Els og Fode fundu til tengsla þegar þau hittust. Fode er jafnaldri sonar Els og henni fannst hún geta sinnt móðurhlutverkinu þegar hann sagði henni af reynslu sinni. Þau mynduðu fjölskyldutengsl meðan Fode dvaldi á staðnum. Nágrannar hennar urðu einnig hluti af lífi Fode. Nágrannar hennar sýndu Fode sömu gestrisni og umhyggju og þeir sýndu Els þegar hún flutti frá Belgíu. Þegar Els var ekki á staðnum varði Fode oft tímanum með nágrönnum á efri hæðinni að prófa ítalska rétti og læra meira um menningu hvers annars.

Fode segist ekki hafa verið hamingjusamari á Ítalíu en þegar hann bjó hjá Els. Honum kom á óvart að allir þessir Ítalir vildu annast hann; og ekki af því að þeir þyrftu að gera það. Að hefja nýtt líf getur verið yfirþyrmandi en manngæskan getur skipt sköpum. Þessi upplifun hafði varanleg áhrif á bæði Els og Fode.

Els og Fode útbúa máltíð með nágrönnum sínum

Vertu hluti af vaxandi samfélagi sem beislar mátt deilihagkerfisins þegar þörf er á.

Um Refugees Welcome Italia

Refugees Welcome Italia (RWI) er góðgerðarstofnun sem vinnur með verkefni Airbnb um þjónustu opinna heimila. RWI var stofnað í desember 2015 sem hluti af alþjóðakerfi Refugees Welcome til að koma flóttafólki í samband við íbúa (fjölskyldur, pör og einstaklinga) sem vilja taka tímabundið á móti þeim.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Aðalatriði

  • Els er Belgi sem býr í Róm og hún vildi endurgjalda ítölsku gestrisnina sem henni var eitt sinn sýnd sjálfri

  • Haft var samband við hana í gegnum opin heimili Airbnb um að hýsa Fode, ungan mann sem hlaut nýlega stöðu flóttamanns

  • Fode og Els mynduðu fjölskyldutengsl meðan hann dvaldi á staðnum

Airbnb
2. júl. 2018
Kom þetta að gagni?