Þetta efni er ekki til á þínu tungumáli. Hér er það því á líkasta tungumálinu.

Farið fram úr væntingum gesta þegar tekið er á móti þeim

Hér eru nokkrar skapandi leiðir til að taka á móti gestum, allt frá hlýlegum skilaboðum til nýskorinna blóma.
Airbnb skrifaði þann 10. feb. 2020
4 mín. lestur
Síðast uppfært 5. mar. 2020

Aðalatriði

  • Lítill þakkarvottur lætur gestum líða eins og þeir skipti máli

  • Prófaðu að skilja eftir innileg handskrifuð skilaboð

  • Þú getur gert enn meira með því að skilja eftir blóm, drykki, snarl og annað góðgæti

  • Kaup á staðbundnum vörum styðja nærsamfélagið; og gestum líður eins og þeir tilheyri

Ekkert tekur jafnvel á móti gestum og handskrifuð skilaboð eða nýskorinn blómvöndur. Þegar dvöl gesta er eftirminnilegri eru meiri líkur á gullhömrum í umsögnum, að þeir segi vinum sínum og fjölskyldu frá eigninni og að þeir komi jafnvel aftur í heimsókn.

Innilegar móttökur sem gleðja gestina sýna að þeir skipta máli en þurfa ekki að kosta mikið. Svona hafa sumir gestgjafar um allan heim tekið á móti gestum sínum, allt frá innilegum skilaboðum til bakkelsis beint úr ofninum:

1. Skrifaðu vingjarnleg kynningarskilaboð

Þegar gestir ferðast getur innileg kveðja verið munurinn á því að hafa heimþrá og að líða eins og heima hjá sér. „Ég er með litla krítartöflu í hverju herbergi sem býður gestina velkomna og ég nefni þá alltaf með nafni,” segir gestgjafinn Huma frá London. „Þetta er algjört smáatriði en gestir kunna virkilega að meta það.“

Þú getur sýnt sömu tilfinningasemi með því að handskrifa skilaboð. „Ég ákvað fyrir stuttu að skilja eftir smá góðgæti með korti þegar fólk kemur,“ segir gestgjafinn Trude frá Edsberg í Svíþjóð. Þú gætir nefnt uppáhaldskaffihúsið þitt í skilaboðunum eða skemmtilega staðreynd um eitthvað í nágrenninu.

2. Gefðu gestum nasasjón af bænum þínum

Ein besta leiðin til að hjálpa gestum að koma sér fyrir er að kynna fyrir þeim vinsælustu staðina í hverfinu. „Við erum með bakarí í nágrenninu sem bakar kanilrjómaköku sem ég elska og ég gaf hana einum af fyrstu gestunum mínum,“ segir gestgjafinn David frá San Antonio, Texas, sem gefur nú öllum gestunum uppáhaldskökuna sína.

3. Nýttu baksturshæfileikana

Ef þú ert frábær bakari gætir þú sýnt mikla gestrisni með því að baka það sem þú gerir best fyrir gestina þína. „Ég byrjaði á því að skilja eftir nokkrar heimabakaðar smákökur,“ segir gestgjafinn Beth frá Roraima í Brasilíu. „Margir gestanna koma aftur og ég hef fengið mikið af athugasemdum um smákökurnar.“

4. Fáðu gestina þína til að taka þátt

Gestgjafinn David frá San Antonio, Texas, skilur eftir vín fyrir gestina sína með góðgætinu. “Það er myllumerki: #takeabottleleaveabottle,“ eða taktu flösku og skildu eftir flösku segir David sem hvetur gesti sína til að skilja eftir vínflösku í staðinn fyrir þá sem þeir drukku. Safnið hefur stækkað með árunum: „Við erum með vegg með fimm mismunandi víntegundum,“ segir hann. Kostnaðurinn er ekki mikill með hugmyndinni um að fá nýja flösku í staðinn fyrir þá eldri. Þú gætir einnig prófað þetta með bókum!

5. Útbúðu naslkörfu

„Við vitum að fólk kemur til að hafa það gott,“ segir gestgjafinn Jerry frá Atlanta. „Fólk er oft svangt þegar það kemur heim.“ Hann fyllir eldhúsið hjá sér þess vegna með nasli eins og örbylgjupoppi, smákökum, kartöfluflögum og saltkringlum.

6. Gerðu sérstakt góðgæti

Kynnstu gestunum þínum og hugsaðu um þarfir þeirra. „Við skiljum eftir eitthvað góðgæti fyrir innritun,“ segir gestgjafinn Laura frá Frederick í Maryland. „Stundum er það ostur búinn til á staðnum, súkkulaði eða bakkelsi. Stundum er það staðbundinn bjór eða vínflaska.“ Hún sendir gestum skilaboð á undan og spyr um séróskir varðandi mat: „Sumir drekka ekki áfengi eða borða ekki osta svo að ég spyr.“

Ef gestirnir eiga börn getur það komið þeim innilega á óvart að fá pakka af límmiðum eða nokkrar safafernur. „Þegar börn koma skil ég eftir sleikjó eða lítinn nammipoka og nokkra vaxliti [með] litabók,“ segir gestgjafinn Ann frá New York. Ef gestir þínir koma með gæludýr getur verið gott að skilja eftir hundanammi fyrir ferðafélaga þeirra.

7. Sýndu menninguna á staðnum

Ef það er eitthvað ódýrt sem fólk tengir við staðinn, eins og blómsveigar á Havaí, geturðu jafnvel skilið eftir eitthvað lítilræði sem gleður gestina við innritun. „Eitt af því merkasta sem við höfum hérna eru perlur fyrir Mardi Gras,“ segir gestgjafinn Jordan í New Orleans. Gestir kunna að meta svona minjagripi sem geta rifjað dvölina upp fyrir þeim löngu eftir að þeir fara.

8. Fáðu smá aðstoð frá náttúrunni

Gestir unna náttúrunni svo að allt frá nýskornum blómum til grænmetis úr garðinum fellur í góðan jarðveg. „Ég vel sætan lítinn blómvönd úr garðinum mínum fyrir gestaherbergið,“ segir gestgjafinn Sarah frá Sayulita í Mexíkó. Ferskir ávextir eða grænmeti úr garðinum geta einnig virkað vel. Ertu ekki með garð? Ódýr blóm frá kaupmanninum eða næsta markaði geta verið litrík leið til að bjóða gesti velkomna.

9. Sparaðu pening með magnkaupum

Þú getur sparað tíma og pening með því að kaupa vörur sem þú getur eftir sem áður gert sérstakar. Gestgjafinn Karen frá Port Elizabeth, Suður-Afríku, kaupir smákökur í heildsölu „svo að við fáum einstaklega ódýrt kex,“ segir hún. Hún fann einnig fljótlega leið til að gera góðgætið sérstakt: „Við keyptum innsiglingartæki og við pökkum og lokum kexinu með okkar eigin merkimiða.“

10. Haltu upp á sérstök tilefni

Þú getur gert dvöl fólks enn eftirminnilegri hvort sem gestir koma vegna afmælishalda eða í frí. „Eitt par gisti hjá okkur á gamlárskvöld svo að við gáfum gestunum kampavínflösku,“ segir gestgjafinn Damon frá Atlanta. Gestgjafinn Jennifer frá Ontario, Kanada, hefur einnig tilefnið í huga. „Ef gesturinn kemur til að halda upp á eitthvað, t.d. afmæli eða í brúðkaupsferð, skil ég eftir eitthvað viðeigandi vegna áfangans,“ segir hún.

Gestir kunna alltaf að meta það þegar farið er fram úr væntingum þeirra við komuna en mundu: Gestrisni þarf ekki að kosta neitt. Handskrifuð skilaboð geta enn sýnt gestum þínum að þú hugsar til þeirra og það getur skipt sköpum fyrir fólk sem er fjarri heimaslóðum sínum.

Aðalatriði

  • Lítill þakkarvottur lætur gestum líða eins og þeir skipti máli

  • Prófaðu að skilja eftir innileg handskrifuð skilaboð

  • Þú getur gert enn meira með því að skilja eftir blóm, drykki, snarl og annað góðgæti

  • Kaup á staðbundnum vörum styðja nærsamfélagið; og gestum líður eins og þeir tilheyri

Airbnb
10. feb. 2020
Kom þetta að gagni?